Hvalaskoðun
Sjóferðir eru brautryðjandi í hvalaskoðunum á Vestfjörðum. Fyrirtækið býr yfir djúpri þekkingu í faginu og hefur lengst allra nústarfandi fyrirtækja boðið uppá þessa þjónustu. Þessi þekking tryggir það að farþegar sjá nær undantekningarlaust hval í hvalaskoðun á vegum Sjóferða.
Sumarið 2025 erum við að bæta mikið við okkur í hvalaskoðun.
Við bjóðum uppá yfir 200 brottfarir og í miðnætur hvalaskoðuninni munum við taka með neðansjávarhljóðnema til að hlusta á hvalina.
Til að sjá til þess að allir fái bestu mögulegu upplifunina höfum við ráðið hvalarannsóknarmann sem okkar yfir hvalaleiðsögumann.
Tom Grove er meðstjórnandi Whale Wise, sjálfseignarstofnun sem helgar sig verndun sjávar og hefur rannsakað sjávarspendýr á Íslandi síðan 2017 (þar á meðal Ísafjarðardjúp síðan 2021).
Árið 2024 hóf Tom verkefnið „Hvalir Ísafjarðar“ í samstarfi við hvalaskoðunarfyrirtæki, háskóla og nemendur til að fylgjast með hnúfubökum á svæðinu.
Við erum mjög spennt fyrir Tom að bæta ferðirnar okkar enn frekar og bjóða uppá bestu hvalaskoðunarferðinar á Ísafirði.