top of page
Hornstrandir-684x490.jpg

Gott að vita áður en haldið er inná friðlandið

Eina leiðin til að komast í Hornstrandarfriðlandið er með bát og getur siglingin tekið allt frá einni klukkustund upp í 2 og hálfa klukkustund eða jafnvel lengur.

Siglingartími getur verið misjafn eftir veðri og geta farþegar mögulega fundið fyrir sjóveiki í lengstu bátsferðunum. Aftur á móti mælum við ekki með því að fólk taki sjóveikislyf þar sem þau geta haft sljóvgandi áhrif og skemmt upplifun viðkomandi þegar komið er í land.

 

Mikilvægt er að skoða veðurspá áður en haldið er af stað í nokkra daga göngu um Hornstrandir og mikilvægt að hafa það í huga að veður getur breyst með litlum fyrirvara.

 

Þegar gengið er um Hornstrandir er góður skóbúnaður algjört lykilatriði. Göngustígar á svæðinu eru grýttir og einkenni Hornstranda er gróft undirlendi. Það getur þess vegna skipt sköpum að vera vel skóaður. Einnig þarf reglulega að vaða ár svo gott er að hafa með sér vaðskó eða sandala.

 

Síma- og netsamband á Hornströndum er ekkert nema þá helst á hæstu fjall toppunum. Það er þess vegna mikilvægt að fólk kaupir sér farmiða bæði yfir og til baka og skili inn ferðaáætlun.

 

Landverðir eru á svæðinu sem ganga á milli svæða, þeir eru með starfsstöðvar í Hornvík og Hesteyri sem hægt er að leita til ef upp koma vandamál.

 

Mikilvægt er að láta Sjóferðir vita ef fólk ákveður að stytta ferðir sínar og taka annan bát til baka en áætlað var þar sem meginregla Sjóferða er sú að ef fólk ekki mætir í þann bát sem það á bókaðan og ekkert hefur heyrst um breytt plön er hafist handa við að leita af viðkomandi.

 

Tilkynningaskylda er inn á friðlandið á tímabilinu 1. September - 15. Júní og er það gert á heimasíðu umhverfisstofnunar. 

Hér er hægt að tilkynna sig:  https://gogn.ust.is/hornstrandir/

 

Hornstrandir er friðland svo mikilvægt er að hafa í huga að ganga vel um svæðið, það sem þú tekur með þér inn á svæðið fer með þér út aftur hvort sem það er búnaður eða rusl. Við berum virðingu fyrir náttúrunni og öðrum ferðamönnum og þannig getum við öll notið svæðisins sem allra best.

bottom of page