Vigur

Sigling frá Ísafirði í Vigur er 30-40 mínútur. Eyjan er um 2 km á lengd og um 400m á breidd þar sem hún er breiðust. Vigur er í einkaeign, og hefur sami ættliðurinn búið þar frá árinu 1884.

Vigur er félagsbú með blandaðan búskap. Vigur er talin vera með eitt stærsta æðarvarp á landinu og því töluverð dúntekja. Áætlað er að um 80 þúsund lundar séu í eyjunni á sumri hverju, en einnig er mikið af teistu og kríu.


Eina kornmyllan á Íslandi er í Vigur frá árinu 1840. Skipulagðar ferðir hafa verið í Vigur frá 1990. Vigur fékk umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands árið 1995. Óhægt er að segja að enginn ferðamaður á ferð sinni um Vestfirði ætti að láta Vigur fram hjá sér fara. Alla daga vikunnar kl.14 er farið í Vigur. Gengið er um eyjuna með leiðsögn og komið við í Viktoríuhúsi þar sem kaffiveitingar eru í boði. Ferð þessi tekur 3 tíma og 15 mín.

Upplýsingar og pantanir hjá Vesturferðum Ísafirði, í síma 456-5111, fax 456-5185.

Vefumsjˇn