A­alvÝk - Hesteyri (dagsfer­)

Á þriðjudögum er brottför frá Ísafirði kl 9.00. Siglt er að Sæbóli í Aðalvík og tekur siglingin rúman klukkutíma. Á Sæbóli eru 10-12 hús sem brottfluttir Aðalvíkingar og afkomendur þeirra vitja á hverju sumri. Aðalvík fór í eyði árið 1952. Gott tjaldsvæði er í Aðalvík og neyðarskýli. Frá Sæbóli er gengið inn Staðardal að Staðarkirkju. Upp Fannadalinn 272m yfir sjávarmáli, að Sléttuheiði. Síðan yfir Sléttuvatn, niður Nóngilsfjall og Bröttugötu inn Hesteyrareyrar að Hesteyri. Gönguleið þessi er á milli 11-12 km, og er gengið með leiðsögumanni. Ferð þessi er mjög skemmtileg dagsferð og fátt er eins fagurt og þegar staðið er upp á Sléttuheiði og Ísafjarðardjúp, Bolungarvík og Jökulfirðir blasa við þér í allri sinni dýrð. Bröttför frá Hesteyri til Ísafjarðar kl.17:15.

Athugið að nauðsynlegt er að bóka í þessa ferð.

Upplýsingar og pantanir hjá Vesturferðum Ísafirði, í síma 456-5111, fax 456-5185.

Vefumsjˇn