Vigur

Sigling frá Ísafirði í Vigur er 30-40 mínútur. Eyjan er um 2 km á lengd og um 400m á breidd þar sem hún er breiðust. Vigur er í einkaeign, og hefur sami ættliðurinn búið þar frá árinu 1884.

Vigur er félagsbú með blandaðan búskap. Vigur er talin vera með eitt stærsta æðarvarp á landinu og því töluverð dúntekja. Áætlað er að um 80 þúsund lundar séu í eyjunni á sumri hverju, en einnig er mikið af teistu og kríu.


Eina kornmyllan á Íslandi er í Vigur frá árinu 1840. Skipulagðar ferðir hafa verið í Vigur frá 1990. Vigur fékk umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands árið 1995. Óhægt er að segja að enginn ferðamaður á ferð sinni um Vestfirði ætti að láta Vigur fram hjá sér fara. Alla daga vikunnar kl.14 er farið í Vigur. Gengið er um eyjuna með leiðsögn og komið við í Viktoríuhúsi þar sem kaffiveitingar eru í boði. Ferð þessi tekur 3 tíma og 15 mín.

Upplýsingar og pantanir hjá Vesturferðum Ísafirði, í síma 456-5111, fax 456-5185.

Hesteyri

Sigling frá Ísafirði til Hesteyrar er 1 tími og 10 mín. Bújörðin Hesteyri var fyrrum meðal hæst metinna jarða norðan Djúps. Þar hefur verið búskapur frá fornu fari og oft mörg býli. Á Hesteyri var vísir að þorpi. Í kringum 1920-1940 bjuggu þar um 80 manns og var þar verslun, skóli, póstur, sími, læknir og Læknishús. Norðmenn reistu hvalveiðistöð á Stekkeyri árið 1894-1915, en þá gekk í gildi 10 ára bann við hvalveiðum við Ísland.


Árið 1927 keypti fyrirtæki í Reykjavík, sem Kveldúlfur h.f. hét, hvalveiðistöðina af Norðmönnum og breytti henni í síldarbræðslu. Síðan hvarf síldin öll austur á land, og hætti þar með starfsemin á Hesteyri árið 1940. Upp úr því fer fólki að fækka, og fer Hesteyri í eyði árið 1952. Á Hesteyri eru nú 10 hús sem brottfluttir heimamenn og aðstandur þeirra vitja á sumrin. Á Hesteyri er gott að hefja eða enda göngu um Hornstrandir. Þar er gott tjaldsvæði og svefnpokagistingu er hægt að fá í Læknishúsinu þar sem rekið er Kaffihús (sími 456-7183).

Hesteyri er einn fallegasti og rómantískasti staður á Hornströndum. Þar er gott að dvelja og láta sér líða vel, fara í gönguferðir út frá staðnum, og síðast en ekki síst að hlusta á þögnina og náttúruhljóðin sem umvefja þennan stað.

Miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga kl. 14 er farið frá Ísafirði og er gengið um gamla þorpið Hesteyri með leiðsögn og endað með kaffiveitingum í Læknishúsinu. Ferð þessi tekur 4-5 tíma.

═safj÷r­ur - Hrafnfj÷r­ur

Sigling frá Ísafirði til Hrafnfjarðar tekur ca. 1 tíma og 30 mín. Hrafnfjörðurinn er lengstur allra jökulfjarða. Í firðinum var búið á þremur stöðum svo vitað sé. Á Hrafnfjarðareyri bjuggu okkur frægustu útlagar sögu vorrar, þau Fjalla Eyvindur og Halla og er leiði hans þar. Þau munu hafa dáið fyrir 1783.


Í Fóstrabræðrasögu er sagt frá þeim Þorgeiri og Þormóði Bersasyni er þeir hrökust undan veðri og höfðu vetrarsetu á Hrafnfjarðareyri. Forn megineldstöð er í fjarðarbotninum og nær hún norður í Furufjörð. Hrafnfjarðareldstöðin er talin vera um 13-14 milljón ára. Neyðarskýli er í Hrafnfirði og gott tjaldsvæði. Hrafnfjörður fór í eyði árið árið 1943. Margar gönguleiðir eru frá Hrafnfirði, t.d. yfir Skorarheiði, 200m yfir sjávarmáli, til Furufjarðar. Þaðan yfir Svartaskarð í Þaralátursfjörð til Reykjafjarðar. Í Reykjafirði er gott tjaldsvæði og gisting í húsi, góð útisundlaug og flugvöllur. Einnig má fara frá Hrafnfirði til Bolungarvíkur á Ströndum. Þar er svefnpokagisting og gott tjaldsvæði. Leiðin liggur síðan áfram t.d að Horni í Hornvík, þaðan í Hlöðuvík yfir Kjaransvíkurskarð til Hesteyrar.

GrunnavÝk - Hrafnfj÷r­ur

Sigling frá Ísafirði í Veiðileysufjörð er rúmur klukkutími. Fyrrum voru þar þrír bæir í byggð. Steig, Steinólfsstaðir og Marðareyri. Norðmenn reistu hvalveiðistöð á Meleyri árið 1897. Hún var flutt til Þórsvíkur í Færeyjum árið 1903. Veiðileysufjörður er tilvalinn staður til að hefja göngu um Hornstrandir.
Bein leið er úr botni fjarðarins upp í Hafnarskarð, 519m yfir sjávarmáli. Síðan niður í Höfn í Hornvík, ca. 4-5 tíma ganga. Þaðan er annars vegar hægt að fara fyrir Hornbjarg og koma þá leiðina t.d. í Hrafnfjörð, eða fara sem leið liggur frá Hornvík, Hælavík, Hlöðuvík, Kjaransvík, Fljótavík, Aðalvík, Látrar og yfir á Hesteyri.

Hesteyri - Vei­ileysufj÷r­ur

Sigling frá Ísafirði í Veiðileysufjörð er rúmur klukkutími. Fyrrum voru þar þrír bæir í byggð. Steig, Steinólfsstaðir og Marðareyri. Norðmenn reistu hvalveiðistöð á Meleyri árið 1897. Hún var flutt til Þórsvíkur í Færeyjum árið 1903. Veiðileysufjörður er tilvalinn staður til að hefja göngu um Hornstrandir. Bein leið er úr botni fjarðarins upp í Hafnarskarð, 519m yfir sjávarmáli. Síðan niður í Höfn í Hornvík, ca. 4-5 tíma ganga. Þaðan er annars vegar hægt að fara fyrir Hornbjarg og koma þá leiðina t.d. í Hrafnfjörð, eða fara sem leið liggur frá Hornvík, Hælavík, Hlöðuvík, Kjaransvík, Fljótavík, Aðalvík, Látrar og yfir á Hesteyri.

A­alvÝk - Hesteyri (dagsfer­)

Á þriðjudögum er brottför frá Ísafirði kl 9.00. Siglt er að Sæbóli í Aðalvík og tekur siglingin rúman klukkutíma. Á Sæbóli eru 10-12 hús sem brottfluttir Aðalvíkingar og afkomendur þeirra vitja á hverju sumri. Aðalvík fór í eyði árið 1952. Gott tjaldsvæði er í Aðalvík og neyðarskýli. Frá Sæbóli er gengið inn Staðardal að Staðarkirkju. Upp Fannadalinn 272m yfir sjávarmáli, að Sléttuheiði. Síðan yfir Sléttuvatn, niður Nóngilsfjall og Bröttugötu inn Hesteyrareyrar að Hesteyri. Gönguleið þessi er á milli 11-12 km, og er gengið með leiðsögumanni. Ferð þessi er mjög skemmtileg dagsferð og fátt er eins fagurt og þegar staðið er upp á Sléttuheiði og Ísafjarðardjúp, Bolungarvík og Jökulfirðir blasa við þér í allri sinni dýrð. Bröttför frá Hesteyri til Ísafjarðar kl.17:15.

Athugið að nauðsynlegt er að bóka í þessa ferð.

Upplýsingar og pantanir hjá Vesturferðum Ísafirði, í síma 456-5111, fax 456-5185.

Vefumsjˇn